Þín fyrstu skref á langri leið
gáfu fyrirheit að leiðin lægi fögur og greið.
Undir kodda áttir óskastein a.
Inn um gráan gluggan skein.
Þú varst ljósið, þú líknaðir og lagaðir mein.
Sýndir mér hvað liggur oft í leyni,
sýndir mér hvað sefur undir steini.
og þú stígur á svið og stendur í skýjum
starir á ljósin, lætur stjörnurnar lýsa.
já, leyfðu þér að springa út.
Þó þú farir frá mér – þá ert þú alltaf
dýrmæta djásnið sem dagarnir færðu
Svo urðu einhver vatnaskil
eins og forlög hefðu fært’okkur í freyðandi hyl.
Þú sagðist vilja sækj’á nýjar lendur
finna nýja tungu, nýjar strendur.
og þú stígur á svið og stendur í skýjum
starir á ljósin, lætur stjörnurnar lýsa.
já, leyfðu þér að springa út.
Þó þú farir frá mér – þá ert þú alltaf
dýrmæta djásnið sem dagarnir færðu
D
Em
Bm11~A
D~F~
C~m
G
E
Dmaj7
Bm
A
Bb6
Esus4
F~m7
F~m
A6
A7