Er napur vindur nýstir kalda kinn,
og nóttin breiðist yfir bátinn minn.
Ég kemst ei hjá að hugsa, vina heim til þín,
og hugsunin hún örfar handtök mín.
En þó öldudalir okkur skilji að,
ást til þín ég geymi í hjartastað.
Þó að stórsjóir og stormar stöðugt veiki lund,
ég sigli heim á morgun á þinn fund.
Í huga mínum heitust ósk sú er,
að halla mega höfði mínu að þér.
Lokka fagra strjúka, líta augun í,
lengi hef ég beðið eftir því.
En þolinmæði þrautum vinnur á,
með þolinmæði flest er hægt að fá.
Við höldum heim á morgun, við komum vina fljótt,
ég hvísla yfir hafið góða nótt.
Í huga mínum heitust ósk sú er,
að halla mega höfði mínu að þér.
Lokka fagra strjúka, líta augun í,
lengi hef ég beðið eftir því.
En þolinmæði þrautum vinnur á,
með þolinmæði flest er hægt að fá.
Við höldum heim á morgun, við komum vina fljótt,
ég hvísla yfir hafið góða nótt.
C#dim7
Cmaj7
Dm
C
G
A
Dm7
Am
Fm
Dmmaj7
F
A7
Em