Einn ligg ég hér um nótt og vaki
og vonast eftir fóta taki,
veit samt það heyrist ekki nú í nótt.
Ég höndum litlum held um krossinn
hann bætir mér upp móður kossinn
á kinnum mínum samt renna tárin hljótt.
Ó elsku góði guð gefðu’ að mamma mín
Svo ég haldið geti höndum tveim
hana um og kysst á heitan vanga.
Einn ligg ég hér um nótt og vaki
og vonast eftir fóta taki.
Ég hvíli hér um nótt og vaki,
hugsa um málin sem ég á að baki
og hvert mín liggi leið um lífsins veg.
Ég lífið aðeins lítið þekki
lítið get ég þegar mamma er ekki
Ó elsku góði guð lof mér hana að hafa
og í myrkvi verð ég alla daga.
Ég bið þess guð um bata fái
svo blindu augun aftur sjái
Ó elsku góði guð gefðu’ að mamma mín
Svo ég haldið geti höndum tveim
hana um og kysst á heitan vanga.
Einn ligg ég hér um nótt og vaki
og vonast eftir fóta taki.
Cm
D#dim7
G
D
A7
Em
D#
G7
D7
E7
C
Am
Bm