Já, það var skrýtið sem ég sá
og sittu kyrr og hlust’ að á
Í Bankastræti Búkolla lá,
á bakið svört á hesið grá.
nú hef ég skrýtnu að segja frá
hver sem vill því trúa má.
Hún jórtraði með sælu svip
ég séð hef aldrei rórri grip.
Er bílar tóku að baula um hátt,
hún baulaði á móti en ósköp lágt.
nú hef ég skrýtnu að segja frá
hver sem vill því trúa má.
Og löggan kom og Búkollu bað
sig best að færa sig úr stað.
En Búkolla mælti og byrsti sig
hann boli minn skal stanga þig.
nú hef ég skrýtnu að segja frá
hver sem vill því trúa má.
Þá fussuðu ýmsir afar frekt
það ætt’að dæma Búkoll’ í sekt.
En Búkolla hvað það fína fólk
ei fussa neitt við sinni mjólk.
nú hef ég skrýtnu að segja frá
hver sem vill því trúa má.
Og Búkolla sagði í búðarferð
ég býsna þreytt í fótum verð.
Þótt liggi ég hérna lúin og þreytt
ég lögbrot get ei kallað neitt.
nú hef ég skrýtnu að segja frá
hver sem vill því trúa má.
Og dómari sem þar stóð á stétt
kvað upp úrskurð mikið rétt.
En Búkolla kyrr og broshýr lá
og baulaði allann hópinn á.
nú hef ég skrýtnu að segja frá
hver sem vill því trúa má.
G7
D
F~A
G~m
B
D~m
G~B
G
F
Gm
F~~A~
G6
Bb
Em
F~
Am
C~
C
Dm