Já, nú mega vífin sko vara sig
því vinurinn hann er að búa sig
af stað, af stað, já af stað.
Hann pressaði bestu buxurnar
og burstaði fölsku tennurnar
og allt það, allt það, já allt það.
hefst drykkjan dálítið hraust
Hann baðaði blessaðan kroppinn sinn
og burstaði auðvitað hártoppinn
um leið, um leið, já um leið.
Hann vandaði endalaust útganginn,
hann ætlar að bregða sér vinurinn
á skeið, á skeið, já á skeið.
hefst drykkjan dálítið hraust
Með blossandi bruna í taugunum
og brjálæðisglampa í augunum,
hann er, hann er, já hann er.
Harkan í toppi og hemlar frá,
nú held ég að dömurnar megi gá
að sér, að sér, já að sér.
hefst drykkjan dálítið hraust
hefst drykkjan dálítið hraust
E~B
D
F~7
Eaug
C~m
E
A
G~7
E7
E6
B