Í nýjum galla ég skoppa og skralla
og syng og tralla svo kátan brag.
Ég fer í vesti. Svo fæ ég gesti,
því ég á fimm ára afmæli í dag.
Það verða pakkar og kátir krakkar,
sem kökur smakka og syngja lag.
Og glás af nammi við fáum frammi,
því ég á fimm ára afmæli í dag.
Það verður glás af frændum og fræknum, sem
að fá sér gos og kex. (nammi, nammi)
Ég hlakka strax til að eiga næsta afmæli.
Þau koma aftur, þegar ég verð sex.
(koma þegar, ég verð sex)
Svo koma Halli og Bjössi og Balli,
og Binni og Kalli. Við spilum slag. (spila, spila)
Við fáum tertu með fínum kertum,
því ég á fimm ára afmæli í dag.
Svo ætlum við í einhvern leik.
Og allir fá sér ís og sjeik
og allir skemmta sér saman, jáhá.
Og Malla frænka og líka afi og amma mín
Þau ætla að koma hér. (allir koma)
Og það er bolti, bíll og kannski flugvél fín,
sem mér finnst þau ættu að gefa mér.
(finnst þau ættu að, gefa mér)
Í nýjum galla ég skoppa og skralla
og syng og tralla svo kátan brag. (lalla, lalla)
Ég fer í vesti. Svo fæ ég gesti,
Bb
G7
G
Bm7
D7
Gm
C
F~m
Em7
A
D
Em
F