Einu sinni var

G
Svo skotinn sem hann afi var í ömmu
C
var ekki rætt um fjas og sundurgerð
Am
D7
Hann gerði henni bónorðsbréf í pósti
G
og bað um heiðrað svar í næstu ferð
G
Hann sagðist hafa átján ær í kvíum
C
og Árni hefði byggt sér hálfa skor.
Am
D7
Og félli hennar fróma svar að vonum,
G
þá færu þau að búa næsta vor.
G
Og svarið kom: Hún sagðist hafa borið
C
hans seðil undir mömmmu og pabba sinn.
Am
D7
Þau álitu hann efni gott í bónda
G
þó ekki væri mikill bústofninn.
G
Þau kvæðu hana góðum kostum búna
C
og kunna að elda mat og sauma lín.
Am
D7
Hún sagði ekki neitt í eigin nafni
G
en neðan undir bréfinu stóð: Þín.
G
Þau giftu sig á sumardaginn fyrsta
C
og sama vorið fluttu þau að skor.
Am
D7
Þau lifðu vel og áttu börn og buru
G
því bæði höfðu vilja, kjark og þor.
G
Og hefði afi ekki skrifað bréfið
C
og amma svarað draumi hans í vil.
Am
D7
Og reynst svo bæði vaxin hverjum vanda,
G
ég væri sennilega ekki til

G

D7

C

Am