Í mókinu hendur svo mjúkar ég finn
svo mætast þar varir og upplifunin
er brennd mér í huga og hjarta um leið
og hamingjan hvað mér sveið það
að löngunin aðeins líkamnast fær
á laun,svo langt sem það nær
að vitum mér dreg þig, frávita og sjá
Sú angan að morgni sem upp vekur mig
er einungis dreggjar af draumi um þig
Sá ylur sem magnast við hliðin‘á mér
er morgunkoss sólar en ekki frá þér
Við brosum jú sömu sólinni mót
með sitt hvorri krónu en af sömu rót
er deginum hallar og dögg fellur á
ég drúpi mót þér og má það
að þó að okkur skilji að fyrirheit
sem fylgdu þér á annan stað
þá í öðrum víddum við eigumst
varla annað úr býtum ég ber
Og ég leit, það allt í augum þér
Í björtu þá skína‘allra augu á ber
blöð okkar vina‘en við vitum sem er
að frjósöm er moldin á fegurstri nótt
sem þörfnumst við til þess að þjást ekki meir
þíðu og blíðu þess sem deyr
vitandi að hann fékk að upplifa ást
þó aldrei hún fengi að sjást
að þó að okkur skilji að fyrirheit
sem fylgdu þér á annan stað
þá í öðrum víddum við eigumst
varla annað úr býtum ég ber
Og ég leit, það allt í augum þér
Og ég veit, um okkar fyrirheit
Þar í öðrum víddum við eigumst
varla annað úr býtum ég ber
Því ég leit, það allt í augum þér
Því ég leit, það allt í augum þér
C
D
B
G
A
Em
Bm
F#
F
Bb
Gm
Dm
D#