Snjór út um allt, úti er kalt
Jólaljósin brosa sínu blíðasta til mín
Allt hefur breyst, síðan þú veist
Mér finnst vera jólalegra en nokkru sinni fyrr
Allt með nýjum sið, því nú erum það við
Fyrstu jólin sem við eigum saman ég og þú
Loksins saman við tvö og verðum bráðum orðin þrjú
Fyrstu jólin og ástin blómstrar hér og nú
Bestu jólaljósin mín, augun þín
Höndin þín hlý og ástin svo ný
Rómantískur ilmurinn hann fyllir öll mín vit
Ljós í rökkri skýn nú loksins ertu mín
Fyrstu jólin sem við eigum saman ég og þú
Loksins saman við tvö og verðum bráðum orðin þrjú
Fyrstu jólin og ástin blómstrar hér og nú
Bestu jólaljósin mín, augun þín
Í stofunni er tré en allt sem ég sé
er engillinn sem verður æ við hliðina á mér
Hann veitir mér minn frið því nú eru það við
Fyrstu jólin sem við eigum saman ég og þú
Loksins saman við tvö og verðum bráðum orðin þrjú
Fyrstu jólin og ástin blómstrar hér og nú
Bestu jólaljósin mín, augun þín
Am
F
Cmaj9~B
Em
A7
G
C
Am~G
Cadd4
Dm