C
C7
F
Fm
Nú vefur mig að hjarta sínu nóttin, hlý og hljóð,
C
D
G
og hláturmildur roði’ í vestri skín.
C
C7
F
Fm
Á minninganna strengjum vakna æsku ástar ljóð
C
Am
G
C
sem eitt sinn kvað ég fagnandi til þín.
F
C
Ó, manstu ekki kvöldið sem við þráðum þú og ég
D
G
og þræddum döggvott grasið beggja spor.
C
C7
F
Fm
Því æskan á í sólskininu’ að gangaglöð sinn veg,
C
Am
G
C
við gleymdum okkur bæði þetta vor.
C
C7
F
Fm
Og vornóttin er ungum vinum aldrei nógu löng
C
D
G
þó allar góðar vættir haldi vörð.
C
C7
F
Fm
Í lágnættinu hlýddum við á villtan svanasöng
C
Am
G
C
við safaríkan ilm úr grænni jörð.
F
C
Við höfum kannske, vina, aldrei verið nógu góð
D
G
og vakað helst til stutt í heitri þrá.
C
C7
F
Fm
En leiðir okkar skildust fljótt við koss og kveðjuljóð
C
Am
G
C
sem kliðmjúk nóttin aðeins heyrði’ og sá.
C
C7
F
Fm
Ég horfi inn í kvöldroðann, því æska mín er öll,
C
D
G
á örlögunum fáir kunna skil.
C
C7
F
Fm
En þú ert fangi’ í dalnum þínum, bak við bláhvít fjöll
C
Am
G
C
og bíður þess sem aldrei verður til.
F
C
Því hvert sinn þá er gróandinn fær minnst við mildan svörð
D
G
í minningum þú kemur sérhvert vor.
C
C7
F
Fm
Þá leiðumst við í sólskininu glöð um græna jörð
C
Am
G
C
sem geymir okkar löngu horfnu spor.
C
F
Fm
C7
G
D
Am