Hinn sigurglaði sveinn

Em
D
Bm
Það var einn fagran morgun þegar blómin léttu blund
Em
D
C
að út ég fór að ganga í einn grænan skógarlund
D
G
D
Bm
og heyrði stúlku syngja meðan döggin draup af grein
Em
Bm
hið angurfulla kvæði um hinn sigurglaða svein.
Em
D
Bm
Hann sterkur mjög og hraustur mjög og íturvaxinn var,
Em
D
C
og eins og gull af eiri hann af öðrum mönnum bar.
D
G
D
Bm
En slökktur nú er bjarmi sá sem úr hans augum skein,
Em
Bm
því frelsisvinir skutu í nótt minn sigurglaða svein.
Em
D
Bm
Ó, hefði´hann bara fallið samkvæmt fornum irskum sið
Em
D
C
sem hetja sönn í orustu við óvinanna lið,
D
G
D
Bm
og hefði kúlan verið ensk sem sundur braut hans bein,
Em
Bm
þá stolt ég mundi gráta nú minn sigurglaða svein.
Em
D
Bm
En þar sem hann í húmi nætur hinsta sinni stóð
Em
D
C
og niðrí bleikan svörðinn rann hans rauða hjartablóð,
D
G
D
Bm
mun frelsishlynur Írlands hefjast hátt með þunga grein
Em
Bm
og blærinn hvísla ljóð mitt um hinn sigurglaða svein.

Em

G

Bm

C

D