Jólin eru kertaljós og knús
Jólin eru minningin um það
sem einhvern tímann fann sinn hjartastað
Jólin eru gleði og glæný bók
gömul mynd sem einhver forðum tók
þau eru barnsleg eftirvæntingin
Jólin eru okkar og allt sem fylgir þeim
Jólin eru okkar og hvernig sem allt fer
ég óska mér að eyða þeim með þér
Jólin eru ljúfsár leyndarmál
lágnætti og mandarínuskál
jólin eru tími fyrir blund
og löngu tímabæran endurfund
Jólin eru máðar minningar
sem mildilega fegra allt sem var
jólin eru sáttmáli um frið
sem við gerum allan heiminn við
Jólin eru okkar og allt sem fylgir þeim
Jólin eru okkar og hvernig sem allt fer
ég óska mér að eyða þeim með þér
Jólin eru okkar og allt sem fylgir þeim
Jólin eru okkar og hvernig sem allt fer
Bb~D
C~D
Gm7
Dm
C7
F7
Gm
C
Bm7b5
F~A
Csus4
F
Bb