Konan sem kyndir ofninn minn

C
Eg finn það gegnum svefninn,
Em
að einhver læðist inn
F
G
með eldhúslampann sinn,
C
Am
og veit, að það er konan,
Dm
G
C
sem kyndir ofninn minn,
Dm
sem út með ösku fer
Em
og eld að spónum ber
Dm
G
og yljar upp hjá mér,
C
Am
læðist út úr stofunni
Dm
G
C
G
og lokar á eftir sér.
C
Eg veit, að hún á sorgir,
Em
en segir aldrei neitt,
F
G
þó sé hún dauðaþreytt,
C
Am
hendur hennar sótugar
Dm
G
C
og hárið illa greitt.
Dm
Hún fer að engu óð
Em
er öllum mönnum góð
Dm
G
og vinnur verk sín hljóð.
C
Am
Sumir skrifa í öskuna
Dm
G
C
G
öll sín bestu ljóð.
C
Eg veit, að þessi kona
Em
er vinafá og snauð
F
G
af veraldlegum auð,
C
Am
að launin, sem hún fær,
Dm
G
C
eru last og daglegt brauð.
Dm
En oftast er það sá,
Em
sem allir kvelja og smá,
Dm
G
sem mest af mildi á.
C
Am
Fáir njóta eldanna,
Dm
G
C
sem fyrstir kveikja þá.

G

Em

Dm

Am

C

F