Lítill Mexíkani með Som som breró,
lítill Mexíkani með Som som breró.
Lítill Mexíkani með Som som breró,
hann einn í litlum bjálkakofa bjó.
Ég syng hér lag um lítinn mexíkana,
í litlum timburkofa einn hann bjó.
Og ræktaði þar baunir og banana,
en bíðum við einn daginn fékk hann nóg.
Hann keypti hest og kátlegan sombreró,
og kastvað sem í Texas nota þeir.
Og nautasmali varð hjá villta Neró,
hann vildi ekki búa heima meir.
Lítill Mexíkani með Som som breró,
lítill Mexíkani með Som som breró.
Lítill Mexíkani með Som som breró,
hann einn í litlum bjálkakofa bjó.
Það erfitt var að reka naut hjá Neró,
því níu þúsund voru í einni hjörð.
En vinur okkar setti upp som breró,
og sjálfum fannst hann mestur hér á jörð
Einn morgun er þeir héldu út í haga
með hita var hann, ennið löðursveitt.
Svo fékk hann þessa voða verki í magann
og var svo máttlaus gat bar’ekki neitt.
Lítill Mexíkani með Som som breró,
lítill Mexíkani með Som som breró.
Lítill Mexíkani með Som som breró,
hann einn í litlum bjálkakofa bjó.
Á meðan aðrir sváfu miðdagslúrinn
gat Mexikaninn litli verið frjáls.
Hann skemmti sér með Lassó bak við skúrinn
en skollans lykkjan féll um háls hans sjálfs.
Þá loksins ofbauð litlum Mexikana
hann langaði svo heim í kofann sinn.
Hann vildi rækta baunir og banana
það betra var en nautareksturinn.
Lítill Mexíkani með Som som breró,
lítill Mexíkani með Som som breró.
Lítill Mexíkani með Som som breró,
hann einn í litlum bjálkakofa bjó.
Lítill Mexíkani með Som som breró,
lítill Mexíkani með Som som breró.
Lítill Mexíkani með Som som breró,
hann einn í litlum bjálkakofa bjó.