Seiðandi danslagið syngur þýðan óð
er saman við göngum á leið.
Ljúfir berast tónar er við leiðumst þekkta slóð,
Angan frá moldu og ilmur fer úr skóg,
Færist yfir húmblæjur í hljóðri aftan ró
Vorið ríkir, vonir rætast,
Raddir vorsins áfram óma,
augu þín af kærleik ljóma,
Minningin geymist þó árin líði ótt,
umvefur hug minn í kvöld.
Lagið okkar seiðandi, ljúft og undur hljótt,
lokkar og tekur öll völd.
Dísin mín góða hún draumsýn engin var,
Henni mun ég fylgja glaður allt til eilífð ar
unna mun ég sífellt henni,
sæll ég hennar kossa kenni,
Vorsins raddir ennþá óma,
D
D7
E
F~
G
Gm
A
Am~C
Em
F~~E
B