Ég þarf ekki að pæla til að skilja
Hvað sem líður vonum eða vilja
Nótt eftir dag, dag eftir nótt
Ég þarf ekki að hugsa til að vita
Ég finn hvorki kulda eða hita
Ég er klettur, ég er leir
Nótt eftir dag, dag eftir nótt
þó ég viti vel að nú er annar þar,
Ég þarf enga heimspeki til,
enga hughreystingu, til að svæfa mitt hjarta í ró
Þarf hvorki reglur né ráð,
enga réttlætingu til að fela mín blæðandi sár
Hvað er það sem hrífur þig svo fljótt úr faðmi mér?
Hvað er það sem hrindir mér svo hratt úr huga þér?
Nótt eftir dag, dag eftir nótt
þó ég viti vel að nú er annar þar,
Ég þarf enga sálfræði til,
engin sérfræðiráð til að hemja minn æðandi hug
engar útskýringar til að sætta mig við orðinn hlut
Hvað er það sem töfrar þig og tælir þig frá mér?
Hvað er það sem tekur við af mér í hjarta þér?
C
Em
A~
Dm
Cm
Am
G~
G
Gsus4
D~
F
A~sus4