Þetta nútímalíf krefst svo mikils af mönnunum,
í sveita síns andlits sjá þeir varla út úr önnunum
Boginn spenntur til fulls og brókin á hælunum
Og sumir redda sér sýknt og heilagt með stælunum.
Henni kemur þetta bara ekki við
Síðan fyrirfinnst fólk sem þarf enga sálfræði,
bara skundar beint af augum, gefur skít í öll vandræði.
Meðan aðrir liggja uppí rúmi svo þungum í þönkunum
að ekki sé minnst á þá sem þjarka í bönkunum.
Henni kemur þetta bara ekki við
Hún á svo sannarlega skilið að fara í frí hún Stella.
Hún á svo innilega inni fyrir því.
Stjórnmálamenn reyna að ráða úr vandanum
sem þeim sýnist ætla að murka lífið úr landanum.
Þeir rása um ritvöllinn, fara á kostum í fréttunum
og draga okkur í dilka eins og rollur í réttunum.
Henni kemur þetta bara ekki við
Henni kemur þetta bara ekki við
F~A
F7
Bb
Gm7~F
F
Gm
Bbm
F~~A~
Am
F~7
G~m
Eb6
Eb
Eb7
E
F~
Ebm
E7
Emaj7
Dm
B