Ég átti ósk sem aðeins var
einkamál geymt í hugans leynum.
Vonlausan draum um dýra gjöf
drauminn ég sagði ekki neinum.
Hjartað mitt fyllti heitri þrá
hún sem ég aldrei, aldrei sá
ég átti ósk og árin liðu.
Ég átti ósk því eina gjöf
aldrei ég fékk þó lengi biði.
Geymi samt þennan dýra draum
dag hvern og nótt þótt tíminn liði.
Ljúfustu myndum lék mér að
lést ekki vita neitt um það
að vonirnar bregðast og deyja
Breyttist allt með brosi þínu
Loks þau jól sem lengi þráði
að lifa, nú á ég og allt vegna þín.
Ég átti ósk sem aðeins var
einkamál geymt í hugans leynum.
Vonlausa drauma dreymdi mig
draumana sagði aldrei neinum.
Ljúfustu myndum lék mér að
lét sem ég vissi ekki hvað
vonin er fljót að hverfa og deyja.
Breyttist allt með brosi þínu (ég átti þessa einu ósk)
birtist þú í lífi mínu. (átti mér draum um dýra gjöf)
Loks þau jól sem lengi þráði
að lifa, nú á ég þú ert hér.
Allt sem ég hafði óskað mér
allt sem mig dreymdi þú ert hér
allt sem í heimi þráði þú ert hér.
Breyttist allt með brosi þínu (ég átti þessa einu ósk)
birtist þú í lífi mínu. (átti mér draum um dýra gjöf)
Loks þau jól sem lengi þráði
að lifa, nú á ég og þú varst mín ósk.
Ég átti ósk því eina gjöf
aldrei ég fékk þó lengi biði.
Geymdi samt þennan dýra draum
dag hvern og nótt þótt tíminn liði.
Ljúfustu myndum lék mér að
lést ekki vita neitt um það
að vonirnar bregðast og deyja
þú varst mín ósk (ég átti þessa einu ósk)
og þú varst mín ósk (átti mér draum um dýra gjöf)
og þú varst, mín ósk ( þú varst m – ín ósk )