Vornótt allt þú vefur faðmi þínum.
Vornótt tendrar líf og innri þrá.
Minning heið og björt í huga mínum
heillar liðnum æskudögum frá.
Vornótt unaðsbjört og öllu fegri
ástarkossinn brennur vörum á.
Man ég enga nóttu yndislegri
æðstu draumar mínir rættust þá.
Vornótt, ein við sátum út við lundinn,
enginn veit um heilög leyndarmál.
Ást mín, lengi man ég fyrsta fundinn,
finn ég ennþá hrif í minni sál.
Vornótt, þeir sem lífsins ljóðum unna
Leita jafnan út og njóta þín.
Þeir sem dýpst og fegurst kveða kunna
kveða til þín bestu ljóðin sín
C6
Dm7
Am
C
Em
D7
Ebdim
D#dim
A7
E7
G7
Dm